�??�?etta fór allt vel. En það er bannað með lögum að flytja tanka undan eiturefnum með farþegaskipum. Til þess eru flutningaskip. �?g vona bara að menn læri af þessu�??, segir Ragnar �?ór Baldvinsson slökkviliðsstjóri í Vestmannaeyjum. Leki kom að ammóníakstanki á leið um borð í Herjólf síðdegis.
Slökkvilið Vestmannaeyja kom á staðinn með 15 reykkafara sem fóru niður í skipið og huguðu að fólki í klefum. Fólk reyndist ekki komið í klefana og greiðlega gekk að koma þeim frá borði sem voru ofar í skipinu. Engin slys urðu á fólki.
Tankurinn var talinn tómur, en svo reyndist ekki vera. Stútur brotnaði af honum þegar hann rakst uppundir á leið inn í skipið. �??Ammoníak er þyngra en andrúmsloftið og leitar því niður�??, segir Ragnar. �??�?etta varð sem betur fer ekki mikil hætta, en svona lagað á ekki að fara um borð í farþegaskip. Menn geta ímyndað sér hvað gerðist ef svona leki yrði þegar skipið væri úti á rúmsjó�??. Reykkafar slökkviliðsins dældu ammóníakinu úr klefa og vélarrúmi skipsins upp á bíladekk. �?ar gekk svo greiðlega að loftræsta, enda hægt að opna skipið í báða enda.
Herjólfur hélt frá Eyjum um klukkan 17, klukkustund á eftir áætlun. Gert var ráð fyrir að skipið héldi aftur frá �?orlákshöfn til Eyja um klukkan 20.
Rúv.is greindi frá