�?að hefur mikið verið rætt um það hvort leikur ÍBV og Hauka sem var frestaður í gær myndi fara fram í dag en það urðu margir hissa þegar Gróttu stelpur þurftu að taka Herjólf í �?orlákshöfn í gær en Haukarnir ekki.
Sem betur fer náðu Haukar bátnum í hádeginu í dag en það var síðasta örugga ferð sem fór til Vestmannaeyja en Herjólfur var búinn að gefa það út að hann færi ekki fleiri ferðir í Landeyjarhöfn. Haukar drifu sig þá í Herjólf og þurfti Herjólfur að bíða eftir þeim í 25 mínútur.
�?að er því staðfest að báðir leikir dagsins í Vestmannaeyjum fara fram en fyrst er það ÍBV-Grótta í Olís kvenna klukkan 17.30 og svo ÍBV-Haukar í Olís karla klukkan 19.30.
Fimmeinn.is greindi frá