ÍBV sækir Val heim þegar 9.umferð Olís deildar kvenna fer fram. Aðeins eru tveir dagar síðan lið ÍBV sigraða Gróttu, það er þétt dagskrá hjá stelpunum þessa daganna en stelpurnar mæta svo Haukum á þriðjudaginn.
Fjögura stiga munur er á Val og ÍBV en Valur er í fimmta sæti deildarinnar með 12 stig en ÍBV er á toppnum með fullt hús stiga. Leikurinn verður sýndur í beinni á R�?V.