Guðjón Orri Sigurjónsson markvörður ÍBV hefur ákveðið að yfirgefa félagið og hefur tilkynnt stjórn félagsins það. �?etta staðfesti hann í samtali við 433.is í dag.
Guðjón er samningslaus og getur því farið frítt í annað lið. Markvörðurinn sem er fæddur árið 1992 á 29 leiki að baki í deild og bikar með ÍBV.
Hann spilaði 13 leiki í Pepsi deildinni í sumar og átti þar í baráttu við Abel Dhaira.
,,�?g held að það sé best fyrir mig sem markvörð að komast í annað umhverfi til að þróast sem leikmaður,�?? sagði Guðjón sem staðfesti að hann hefði heyrt frá nokkrum liðum og hann væri að skoða sín mál um þessar mundir.
,,�?g er rólegur yfir þessu og mun bara skoða stöðuna á næstu dögum og vikum,�?? sagði markvörðurinn knái sem á að baki 1 landsleik með U21.
433.is greindi frá.