ÍBV mætti Haukum í Schenkerhöllinni þegar fyrsti leikur tíundu umferðar Olís deildar kvenna fór fram. Haukar sigruðu örugglega 33-25 en sigurinn var aldrei í hættu hjá Haukum.
Haukarnir skoruðu fyrsta mark leiksins og komu mun ákveðnari til leiks. ÍBV virtust alls ekki vera tilbúnar og virkuðu áhugalausar. Stelpurnar gerðu sig seka um marga tæknifeila sem Haukarnir refsuðu grimmt fyrir. Staðan í hálfleik var 17-11 Haukum í vil.
Haukar náðu mest 12 marka forskoti þegar átta mínútur voru eftir af leiknum. Eyjastelpur náðu aðeins að saxa á forskotið og lokatölur voru átta marka sigur Hauka, 33-25.
Mörk ÍBV skoruðu þær; Drífa �?orvaldsdóttir 9, Telma Amado 5, Vera Lopes 4, Ester �?skarsdóttir 3, Greta Kavaliuskaite 3 og Díana Dögg Magnúsdóttir 1.
Sara Dís Davíðsdóttir varði átta skot í mark ÍBV og Erla Rós Sigmarsdóttir 3.