Spáð er vaxandi öldu í nótt og fyrramálið. Vindspá gerir einnig ráð fyrir auknum vindi í nótt.
�?ví viljum við biðja farþega okkar að fylgjast vel tilkynningum. Ef gera þarf breytingu á áætlun verður send út tilkynning.
Farþegar eru vinsamlega beðnir að fylgjast með fréttum á herjolfur.is, facebook síðu herjólfs og síðu 415 í Textavarpi RUV.
Minnum farþega á að þeir sem eiga bókað í ferðir frá Vestmannaeyjum kl.08:30 og 18:30 og frá Landeyjahöfn kl. 12:30 og 19:45 færast sjálfkrafa í ferðir í �?orlákshöfn ef Herjólfur siglir þangað.
Nánari upplýsingar í síma 481-2800.