Hæstirétt­ur hef­ur staðfest úr­sk­urð Héraðsdóms Suður­lands um að synja lög­reglu­stjór­an­um í Vest­manna­eyj­um um heim­ild til hús­leit­ar á heim­ili manns sem lög­regl­an tel­ur tel­ur mikl­ar lík­ur á að hafi barnakláms­efni und­ir hönd­um. Héraðsdóm­ur, og nú Hæstirétt­ur, hafn­ar því að sýnt hafi verið fram á að rök­studd­ur grun­ur væri um að maður­inn hefði framið brot sem sætt gæti ákæru.
�?etta kemur fram á mbl.is þar sem segir að lög­reglu­stjór­inn í Vest­manna­eyj­um hafi krafðist þess með bréfi dag­settu 29. októ­ber, að heim­ilað yrði að hús­leit færi fram á heim­ili manns. Einnig var þess kraf­ist að heim­ild­in næði til læstra hirslna og geymsla á heim­ili manns­ins.
Segir að í grein­ar­gerð lög­reglu­stjóra, sem fjallað er um í úr­sk­urði héraðsdóms, komi fram að til­efni máls­ins sé frétt þess efn­is að maður hafi ljós­myndað tán­ings­stúlk­ur án þeirr­ar vit­und­ar, en lög­reglu hafi borist upp­lýs­ing­ar um að þar hafi verið að verki maður­inn sem um ræðir og kraf­ist var hús­leit­ar hjá. �?á hafi, eft­ir að full­trúi lög­reglu­stjóra skoðaði Face­book-síðu manns­ins, vaknað rök­studd­ur grun­ur um að maður­inn hefði und­ir hönd­um ólög­legt efni.
Á Face­book-síðu manns­ins hafi verið að finna mjög mikið magn af ljós­mynd­um og mynd­bönd­um sem sýndu fá­klædd­ar ung­ar kon­ur í kyn­ferðis­leg­um stell­ing­um. �?á hafi einnig mátt sjá mynd­ir af ung­um kon­um/�??stúlk­um á gangi og hafi litið svo út sem að þær hafi verið tekn­ar án þeirra vit­und­ar. Hafi tvær þeirra verið nafn­greind­ar. Með vís­an til eðli mynd­anna hafi grun­ur lög­reglu vaknað um að maður­inn gæti haft und­ir hönd­um ólög­legt efni, svo sem barnaklám. �?á seg­ir í grein­ar­gerðinni að þegar lög­regla hafi ætlað að taka af­rit af mynd­un­um hafi verið búið að fjar­lægja all­ar upp­lýs­ing­ar á Face­book-síðu manns­ins, þar á meðal fyrr­nefnd­ar mynd­ir og mynd­bönd.
Lög­regla tel­ur mikl­ar lík­ur á því að kærði hafi und­ir hönd­um ólög­legt efni sem sýni kon­ur og börn á kyn­ferðis­leg­an og klám­feng­inn hátt. Rann­sókn máls­ins sé á frum­stigi en lög­reglu sé nauðsyn­legt að fá heim­ild til hús­leit­ar svo leggja megi hald á tölvu­búnað kærða og ann­an búnað svo rann­sókn geti haf­ist á því hvort að um ólög­legt efni sé að ræða.
Í niður­stöðu Héraðsdóms Suður­lands seg­ir að sam­kvæmt lög­um séu skil­yrði fyr­ir hús­leit í hús­um sak­born­ings, geymslu­stöðum, hirsl­um o.s.frv. að rök­studd­ur grun­ur leiki á að framið hafi verið brot sem sætt get­ur ákæru og sak­born­ing­ur hafi verið þar að verki, enda séu aug­ljós­ir rann­sókn­ar­hags­mun­ir í húfi.
Eng­in gögn hafi hins veg­ar verið lögð fram af hálfu lög­reglu sem benda til þess að kærði hafi und­ir hönd­um ólög­legt efni, svo sem barnaklám. Að því virtu og mála­til­búnaði lög­reglu að öðru leyti, er það mat dóms­ins að lög­reglu­stjóri hafi ekki sýnt fram á að rök­studd­ur grun­ur leiki á að kærði hafi framið brot sem sætt get­ur ákæru.