Í dag var opnuð sýning í Einarsstofu undir fyrirsögninni 100 Eyjakonur í 100 ár. Um er að ræða samsýningu á verkum allt að 100 vestmanneyskra kvenna í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því konur fengu kosningarétt. Markmiðið var að sýna listsköpun eftir allt að 100 konur úr Vestmannaeyjum, sem heldur betur náðist en 142 listaverkum var skilað inn og verða sýnd núna um helgina.
Við opnunina var Vestmannaeyjabæ gefið málverk eftir Júlíönu Sveinsdóttur sem er fædd í Vestmannaeyjum og er einn frægasti listmálari sem Ísland hefur alið af sér.