Á síðasta fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs var staða fjárhagsaðstoðar bæjarins rædd og samsetning viðtakenda fjárhagsaðstoðarborin saman við landið í heild. �?egar allir viðtakendur fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga árið 2014 eru skoðaðir kemur í ljós að um 43,5% þeirra flokkast sem atvinnulausir, 22,1% flokkast sem sjúklingar, 14% sem lífeyrisþegar, 9,9% sem fólk í starfi og 7,9% sem nemar. Í Vestmannaeyjum flokkast 29% sem lífeyrisþegar, 28% sem sjúklingar, 27% eru atvinnulausir, 9% nemar/annað og 7% í vinnu.
Samkvæmt þessum niðurstöðum eru tengsl fjárhagsaðstoðar og atvinnuleysis í Vestmannaeyjum ekki eins sterk og á landinu öllu. Hlutfallslega fleiri lífeyrisþegar og sjúklingar þiggja fjárhagsaðstoð í Vestmannaeyjum en á landinu í heild.
Fram kom í september að fjármagn það sem áætlað er til fjárhagsaðstoðar árið 2015 var uppurið og stefndi í verulega framúrkeyrslu. Árið 2014 kostaði fjárhagsaðstoðin rúmar 19 milljónir en stefnir í ár í um 31 milljón. �?að sem af er árinu hafa um 50 einstaklingar og/eða fjölskyldur fengið aðstoð en voru 58 allt árið 2014. Margar ólíkar ástæður skýra hækkunina á milli ára. Lengri afgreiðslutími ríkisstofnana á atvinnuleysisbótum, endurhæfingarlífeyri og örorkumati hefur þó veruleg áhrif.