Fyrsti leikur stelpnanna af tveimur í Áskorendakeppni Evrópu fer fram í dag klukkan 18:00 þar sem stelpurnar mæta sterku liði Knjaz Milos Arandjelovac. Stelpurnar héldu utan á fimmtudaginn og opnuðu um leið Snapchat aðgang undir nafninu ibv-handbolti þar sem þær leyfa fólki að fylgjast með sér í Serbíu.