Dýpk­un­ar­skipið Dísa hóf í gær að dæla sandi úr Land­eyja­höfn, eft­ir hlé vegna veðurs.
Sand­ur hef­ur verið að safn­ast fyr­ir í höfn­inni en þó sér­stak­lega í hafn­ar­mynn­inu. Hef­ur það valdið skip­stjórn­ar­mönn­um á Herjólfi áhyggj­um.
Sig­urður Áss Grét­ars­son, fram­kvæmda­stjóri hjá Vega­gerðinni, seg­ir mikið verk eft­ir við dæl­ingu úr höfn­inni og við hana. �?að fari eft­ir veðri hvað það tek­ur lang­an tíma.
mbl.is greindi frá.