Lionsklúbbur Vestmannaeyja í samstarfi við hjúkrunarfræðinga frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Apótekarann bjóða upp á �?KEYPIS BL�?ÐSYKURSM�?LINGU í húsnæði Apótekarans í Baldurshaga við Vesturveg í dag mánudaginn 16. Nóvember n.k. milli kl. 15.00 og 17.00.
Sá sjúkdómur sem er í hvað mestri sókn á Vesturlöndum þessi árin er áunnin sykursýki af gerð tvö. Aukin þyngd manna og auknar kyrrsetur bjóða heim þessum vágesti. Talið er að hundruð manna á Íslandi gangi með sykursýki án þess að vita það. �?essi sjúkdómur leggur fólk að velli hljóðlega og er án einkenna lengi framan af en getur valdið blindu og eyðilagt blóðrásina í fótum ef hann greinist ekki fljótt. Greiningin er einföld og smá blóðdropi getur bent til að ástæða sé að leita læknis.
Markmið Lionshreyfingarinnar er að leggja sitt lóð á vogaskálarnar til að hemja þennan vágest. Hvetjum sem flesta bæjarbúa að mæta í Apótekarann í dag milli kl. 15.00 og 17.00.
Sigmar Georgsson
Formaður Lionsklúbbs Vestmannaeyja