Helgina 21. og 22. nóvember æfir u14 hópurinn undir stjórn Maksim Akbachev. �?etta er í fyrsta skipti sem þessi hópur æfir saman og hafa tæplega 70 strákar verið valdir til æfinga.
Maksim valdi tvo leikmenn frá ÍBV í þennan hóp þá Arnór Viðarsson og Gauta Gunnarsson.
�?rjár æfingar verða fyrir hópinn, allar í tvöföldum sal vegna stærðar hópsins.
Lau 21.nóv kl.15.00-17.00 Kaplakriki
Sun 22.nóv kl.9.00-11.00 & 13.00-15.00 Kórinn
ÍBV óskar þessum efnilegu peyjum innilega til hamingju með þennan árangur
ibvsport.is greindi frá.