Í dag, fimmtudag, kl. 17.00 verður opnuð sýning í Einarsstofu, Safnahúsi í tilefni af sjötugsafmæli listamannsins �?órðar Ben Sveinssonar. �?órður er ættaður úr Eyjum, fæddist í Nýjabæ 3. desember 1945 og ólst hér upp til sex ára aldurs en þá flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Hann hélt sambandi við skyldfólk sitt í Vestmannaeyjum og vann á unglingsárunum tvö sumur í Fiskiðjunni.
�?órður lagði stund á myndlistarnám bæði hér heima og erlendis og árið 1969, þegar hann var 23 ára, var hann ráðinn hingað af Páli Steingrímssyni sem kennari við Myndlistarskólann. Sá vetur var einkar eftirminnilegur, það sópaði að �?órði sem bar með sér ferskan andblæ nýrra tíma bæði í myndlist og viðhorfum til þjóðfélagsins. Líklega náði dvöl hans hér hámarki með gjörningi sem hann setti upp í Akógeshúsinu vorið 1969 og vakti mikið umtal. Voru ekki allir á eitt sáttir með ágæti þeirrar uppákomu.
Á sýningunni verða nokkur verk eftir �?órð auk ýmislegs efnis sem tengist honum og dvöl hans í Eyjum, allt verk frá fyrri tíð. Við opnunina mun frændi �?órðar, Sigurður �?lafsson frá Nýjabæ, flytja kveðju frá �?órði og þeir Andrés Sigmundsson, Jóhann Jónsson, listó, og Sigurgeir Jónsson segja í stuttu spjalli frá kynnum sínum af þessum sérstæða listamanni og rifja upp ýmislegt af því sem gerðist veturinn 1969, m.a. gjörninginn í Akóges. �?eir segjast ætla að reyna að kveða niður ýmsar gamlar kviksögur og firrur sem hafa gengið frá þessum tíma og um leið bregða upp mynd af listamanninum �?órði Ben Sveinssyni sem hafi verið langt á undan sinni samtíð í svo mörgu, víðlesinn og skarpgreindur en umfram allt mikill listamaður. Sýningin verður opin út nóvember og lýkur á afmælisdegi �?órðar, þann 3. desember. �?ann dag milli kl. 12.00 og 13.00 mun Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur, fjalla í hádegiserindi um verk �?órðar og Andrés Sigmundsson segja frá gjörningnum fræga í Akóges.