Í kvöld tók ÍR á móti ÍBV í Olís deild karla bæði liðin voru ekki á góðu skriði fyrir leikinn og þurftu nauðsynlega á stigunum tveimur að halda en það fór svo að ÍBV sigraði að lokum með einu marki eftir spennandi lokamínútur.
Jafnræði var með liðunum fyrstu tíu mínúturnar, ÍR-ingar gáfu svo aðeins í og breyttu stöðunni úr 4-4 í 7-4 á fimm mínútna kafla. Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV tók þá leikhlé, það gekk ekki alveg upp og ÍR-ingar náðu fjögura marka forskoti, 9-5. �?egar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fóru leikmenn ÍBV í gang og náðu að jafna leikinn en staðan í hálfleik var 14-14.
ÍBV komst yfir í fyrsta sinn í leiknum ár 36. mínútu, 15-16. Strákarnir náðu mest þriggja marka forskoti á næstu mínútum en um miðbik síðari hálfleiks náðu leikmenn ÍR að jafna metin 18-18. Strákarnir voru skrefinu á undan það sem eftir var leiks en þegar tvær mínútur voru eftir hafði ÍBV tveggja marka forskot en ÍR-náði að minnka muninn í eitt mark þegar mínúta var eftir og gátu jafnað leikinn í lokasókn sinni en komu ekki skoti á markið, lokatölur 26-27 eftir spennandi leik.
Mörk ÍBV skoruðu þeir; Kári Kristján Kristjánsson 6, Einar Sverrisson 6, Andri Heimir Friðriksson 4, Grétar �?ór Eyþórsson 3, Magnús Stefánsson 3, Hákon Daði Styrmisson 1, Kolbeinn Aron Arnarsson 1, Brynjar Karl �?skarsson 1, Dagur Arnarsson 1, og Svanur Páll Vilhjálmsson 1.
Kolbeinn Aron Arnarsson varði 9 skot í marki ÍBV.