�?ríburasystur fæddust á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja fyrir sextíu árum. �?ær eru einu þríburarnir sem vitað er til að hafi fæðst í Vestmannaeyjum. Systurnar ætla að halda saman upp á afmælið í dag.
Fæðing systranna vakti talsverða athygli og var m.a. greint frá henni í bæjarblaðinu Fylki og í landsblöðum. Foreldrar þeirra voru Sigríður Sigurðardóttir og Kolbeinn Sigurjónsson á Hvoli í Vestmannaeyjum.
�?au áttu fyrir Kolbrúnu Hörpu, sem fæddist í febrúar 1954, og var á öðru ári þegar hún eignaðist systurnar þrjár, þær �?nnu Ísfold, Marý �?löfu og Guðrúnu Fjólu. �?að má nærri geta hvort það hefur ekki verið nóg að gera með fjögur bleiubörn og að þurfa að þvo taubleiurnar í kolakyntum þvottapotti fyrir daga sjálfvirku þvottavélanna. Hjónin eignuðust svo þrjú börn til viðbótar, Ingibjörgu Sigríði 1957, Elvu Sigurjónu 1963 og Kolbein Frey 1973.
Margfaldur hjartsláttur
Einu sinni þegar Anna ljósa var að hlusta mömmu í mæðraskoðun sá mamma að hún eldroðnaði í framan. Svo sagðist Anna ljósa heyra meira en einn hjartslátt,« sagði Marý um aðdragandann að fæðingu þeirra. Sigríður var send í röntgenmyndatöku því þá var ekki búið að finna upp ómskoðun. »�?á sáust tvö fóstur og svo var eitthvað miklu minna á bak við þau. �?að var jafnvel haldið að það væri æxli en það hlýtur að hafa verið Anna því hún var minni en við Guðrún þegar við fæddumst.«
Marý sagði að á þessum árum hefði ekki tíðkast að feður væru viðstaddir fæðingar barna sinna. Kolbeinn var því heima á Hvoli, en þau voru ekki með síma. �?að var hins vegar sími á efri hæðinni. Hann fékk að hringja þar á spítalann.
Fyrst þegar hann hringdi sagði kona sem svaraði: �?að er komið eitt og eitthvað eftir enn,« sagði Marý. »Anna fæddist fyrst og það voru fimm mínútur á milli mín og hennar. Næst þegar pabbi hringdi var sagt: �?að eru komin tvö og eitthvað eftir. Pabbi skrönglaðist niður stigann. Tuttugu mínútum síðar fór hann aftur upp og hringdi. �?á var sagt: �?að eru komin þrjú og það er eitthvað eftir enn. �?á hætti pabbi að hringja! Fylgjan var svo stór að þau héldu að fjórða barnið væri á leiðinni.«
Vógu saman eins og stórt barn
Anna Ísfold var fjórar merkur og 40 sentimetra löng, næst kom Marý �?löf og Guðrún Fjóla síðust. �?ær voru níu merkur hvor og 46 sentimetra langar, að því er sagði í Fylki. Marý hafði hins vegar heyrt að þær Guðrún hefðu verið átta merkur en Guðrún hafði heyrt að þær hefðu verið sex merkur hvor. Ljósmóðir var Anna Pálsdóttir og læknir Einar Guttormsson.
Anna var nefnd eftir �?nnu ljósmóður en Ísfoldarnafnið kom úr móðurættinni frá Vatnsdal í Eyjum. Marý var nefnd eftir Marie ömmusystur sinni og manni hennar �?lafi Kristjánssyni, sem var bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og bróðir Oddgeirs Kristjánssonar tónlistarmanns. Guðrún var nefnd eftir hjúkrunarkonu á spítalanum en Fjólunafnið var út í loftið.
Eins klæddar í æsku
Marý sagði að þær systurnar hefðu yfirleitt verið eins klæddar á yngri árum. »Ef það var saumað á okkur þá var saumað þrennt alveg eins,« sagði Marý. »Við Anna erum dökkhærðar og brúneygar en Guðrún ljóshærð og græneyg eins og mamma var.«
Systrunum ber saman um að þær séu mjög ólíkir persónuleikar og ekki eins í sér. Fylgjunni var hent á spítalanum áður en gengið var úr skugga um hvort þær Anna og Marý hefðu í raun verið eineggja tvíburar. �?egar þær komust á unglingsár fóru þær að velja sjálfar á sig föt og hættu að ganga eins klæddar.
Marý sagði að þær Anna hefðu átt sama vinahóp en Guðrún átt aðra vini.
Okkur �?nnu þótti voðalega erfitt þegar fólk spurði hvort við værum ekki alveg eins og hugsuðum eins því við vorum líkar í útliti,« sagði Marý. Hún sagði að það hefði farið svolítið í taugarnar á þeim að vera alltaf spyrtar saman sem »þríburarnir« og talað um þær sem eina heild en ekki sjálfstæða einstaklinga.
Marý og Anna búa nú skammt hvor frá annarri í Vestmannaeyjum en Guðrún býr í Vogunum. Engin þeirra systra hefur eignast fleirbura. Anna eignaðist tvö börn, Marý fimm og Guðrún tvö.
Marý sagði að þær systur hittust sjaldan allar þrjár núorðið. �?ær ætla ekki að halda stóra veislu í tilefni afmælisins en fara saman í dekur og svo út að borða í Vestmannaeyjum á afmælisdaginn.
Viðtalið birtist í Morgunblaðinu í dag.