Í dag var kveikt á jólatrénu á Stakkó en þar var komin saman fjöldi fólks á öllum aldri sem lét veðrið ekki stoppa sig. Lúðrasveitin lék fyrir gesti og litlu lærisveinarnir sungu fyrir viðstadda. Jólasveinarnir voru snemma á ferðinni í ár og mætu tveir að heilsa upp á krakkanna sem höfðu frá miklu að segja eftir árið. Hildur Sólveig Sigurðardóttir ávarpaði viðstadda ásamt séra Guðmundi Erni Jónssyni.
Ræðu Hildar má lesa hér fyrir neðan.
Góðan dag kæru Vestmannaeyingar.
�?g vil byrja á því að þakka þeim heiðurshjónum Hrefnu Hilmisdóttur og Erni �?lafssyni kærlega fyrir jólagjöf þeirra hjóna til Vestmannaeyjabæjar en þetta glæsilega jólatré sem hér stendur og bíður óþreyjufullt eins og eflaust flestir aðrir hér í þessum kulda eftir því að verða ljósum prýtt.
�?��?g ræddi stuttlega við son minn í gærkvöldi um hvað honum fyndist að ég ætti að segja hérna í dag, ég sagði honum að ég ætlaði að tala um jólin til dæmis hvað maður ætti að gera fyrir jólin og þess háttar og það stóð ekki á svörum hjá honum frekar en fyrri daginn�?� ,,segðu þeim bara að ryksuga og skúra mamma því það á allt að vera hreint fyrir jólin�?� og urðu þessar samræður innblásturinn af því sem hér á eftir fer. �?g ætla samt að hafa þetta örstutt hérna í dag og til að stytta mál mitt enn frekar þar sem ég var búin að skoða veðurspánna og sjá að það yrði tja�?�ansi kalt hérna í dag þá ákvað ég að reyna að koma því sem ég vildi koma til skila í hnitmiðuðu bundnu máli.
Í aðdraganda desember
Duglegasta fólkið fer
Kort að skrifa, krans�??að skreyta
Stöðugt jólaandans leita
Hátt og lágt er húsið þrifið
Helst er sófasett upp rifið
Ryksugað, af öllu strokið
En verkinu er aldrei lokið
Augnabliksins reynd�?? að njóta
�?ví næstu vikur burtu þjóta
Vinna, veislur og vinafundir
Varðveittu þessar gæðastundir
�?ví okkar síðustu hugsanir hér
Verða ekki get ég lofað þér
,,�?g á svo óskaplega margt óþrifið�?�
Elskið, leikið, því þið núna lifið!
(HSS)