Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2016 var lögð fyrir seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi. Var hún samþykkt með fimm atkvæðum meirihlusta sjálfstæðismanna en tveir fulltrúar Eyjalistans sátu hjá. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016 var farin sú leið að fullnýta ekki tekjustofna. �?tsvar fyrir árið 2016 verður 14,36% en hámarks útsvar er 14,48%. Um er að ræða hækkun á útsvari frá árinu 2015 um 2,7%. Um leið var farin sú leið að lækka fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði úr 0,42% niður í 0,35% en hámarks fasteignagjöld eru 0,5%. �?ar með lækka fasteignagjöld í Vestmannaeyjum um 16,7% frá því sem nú er. Með ákvörðun um að fullnýta ekki álagningarramma útsvars og fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði innheimtir Vestmannaeyjabær 73.512.992 kr. minna af mögulegum tekjum af þessum stofnum en annars væri. �?etta fjármagn nýtist því til reksturs heimila í Vestmannaeyjum fremur en til reksturs bæjarfélagsins.
�?etta kemur fram í frétt frá Elliða Vignissyni bæjarstjórar. �??Áætlunin ber það með sér að Vestmannaeyjabær mun á næstu árum leggja höfuðáherslu á málefni aldraðra og fatlaðra auk þess sem stefnt er að því að standa myndarlega að uppbyggingu á fræða-, rannsókna og háskólaklasa. 205 milljónum verður þannig varið til stækkunar og endurbóta á Hraunbúðum hjúkrunarheimili aldraðra og byggingu nýrrar aðstöðu fyrir fólk með heilabilun svo sem Alzheimer. Auk þess er stefnt að fjölgun þjónustuíbúða fyrir aldraða. �?á verður lokið við nýja aðstöðu fyrir félagsstarf aldraðra í menningarhúsinu Kviku,�?? segir Elliði.
200 milljónir í íbúðir fatlaðra
�??Í samræmi við yfirlýsingar ákvað bæjarstjórn einnig að verja um 200 milljónum til byggingar á íbúðum fyrir fatlaða auk þess sem fjöliðjan Heimaey verður byggð upp og starfsemi þar efld.
Meðal brýnustu verkefna Vestmannaeyjabæjar er að bregðast við aukinni áherslu á fræðastarf og áhuga íbúa á háskólanámi. Meðal annars með það að leiðarljósti mun Vestmannaeyjabær verja rúmlega 100 milljónum á komandi ári til eflingar fræðaklasa og undirbúnings þess háskólanáms sem menntamálaráðuneytið í samvinnu við HR, HA, Vestmannaeyjabæ og fl. vinna nú að.
Jákvætt um 643 milljónir fyrir samstæðu
Áætlunin gerir ráð fyrir að rekstrarafgangur á árinu verði 99 milljónir í A-hluta og 125 milljónir í samstæðu. Reiknað er með því að veltufé sveitarsjóðs frá rekstri verði jákvætt um rúmar 132 milljónir fyrir A-hluta sveitarsjóðs og 643 milljónir fyrir samstæðu.
Skuldahlutfall sveitarsjóðs er 98% og eiginfjárhlutfall 66%. Skuldahlutfall að frádregnu handbæru fé er hinsvegar 18% fyrir sveitarsjóð og 41% fyrir samstæðu. Má því ljóst vera að Vestmanneyjabær nýtur nú góðs af því að hafa greitt upp megnið af vaxtaberandi skuldum í góðærinu og hagrætt verulega í rekstri,�?? segir Elliði.