Nýr Herjólf­ur verður hannaður til að vera ein­göngu raf­drif­in, en ferj­an kem­ur hingað til lands sem �??tvinn­ferja�??. Inn­an­rík­is­ráðuneytið seg­ir það vera laus­legt mat að um 170 millj­ón­ir muni spar­ast ár­lega vegna ol­íu­kaupa verði ferj­an raf­drif­in. Miðað við 20 ára líf­tíma yrði sparnaður­inn 3,4 millj­arðar.
�?á megi reikna með því að ef Herjólf­ur verði raf­drif­inn að öllu leyti verði eng­in los­un gróður­húsaloftteg­unda eða annarra meng­andi efna. Áætluð árs­notk­un dísi­lol­íu sé um 1.200 tonn. Miðað við töl­ur um notk­un nýrra dísil­véla megi reikna með að los­un vegna olíu­brennslu yrði sem sam­svar­ar um 3.800 tonn­um af CO2, en 20 ára líf­tíma yrði því sam­drátt­ur í los­un um 76.000 tonn af CO2.
�?etta kem­ur fram í svari �?laf­ar Nor­dal inn­an­rík­is­ráðherra í svari við fyr­ir­spurn frá Odd­nýju G. Harðardótt­ur, þing­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um raf­drif­inn Herjólf.
Odd­ný spyr m.a. hvort gert sé ráð fyr­ir því við hönn­un nýs Herjólfs að ferj­an geti verið raf­drif­in að hluta eða öllu leyti og hlaðin í landi. Ef ekki, hvað megi gera ráð fyr­ir mikl­um kostnaðar­auka við að bæta þeim mögu­leika við?
�??Ferj­an er hönnuð til að verða ein­göngu raf­drif­in. Hún kem­ur þó sem �??tvinn­ferja�?? sem þýðir að hún verður knú­in dísil­vél­um sem fram­leiða raf­magn og hlaða inn á raf­hlöður. Vegna þess hve ör þróun er í fram­leiðslu á raf­hlöðum og að notk­un raf­drif­inna ferja er á byrj­un­arstigi, og aðeins á styttri sigl­inga­leiðum en leiðin á milli Land­eyja­hafn­ar og Vest­manna­eyja er, var ákveðið að stíga skrefið ekki til fulls í raf­væðingu ferj­unn­ar. Ein af helstu ástæðum þess er að í til­viki Herjólfs er verið að hanna skip sem þarf að sigla á erfiðri sigl­inga­leið. Af þeim sök­um er ekki talið skyn­sam­legt að nýta slík­an búnað til fulls fyrr en meiri reynsla er kom­in á hann,�?? seg­ir í svar­inu.
Einnig er spurt, hvort flutn­ings- og dreifi­kerfi raf­orku í höfn­um Herjólfs ráði við að standa und­ir hleðslu­stöðvum fyr­ir ferj­una.
Í svari ráðherra seg­ir, að miðað við þá tækni sem sé fyr­ir hendi í dag þurfiað styrkja raf­orku­kerfið eða koma fyr­ir hleðslu­stöð í höfn­un­um.
Odd­ný spyr enn­frem­ur, hve mik­ill yrði sparnaður í ol­íu­kaup­um á ári og á líf­tíma ferj­unn­ar ef hún yrði að mestu eða öllu leyti raf­drif­in.
�??Miðað við olíu­verð í dag er laus­legt mat að um 170 millj. kr. spöruðust ár­lega vegna ol­íu­kaupa. Miðað við 20 ára líf­tíma yrði sparnaður­inn 3,4 millj­arðar kr. Frá því dræg­ist síðan kostn­aður við raf­magn,�?? seg­ir í svar­inu.
mbl.is greindi frá: