Á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag slitnaði upp úr viðræðunum í kjaradeilunni milli samtaka sjómanna og SFS (LÍ�?) . Kjarasamningar milli sjómanna og SFS hafa verið lausir frá 1. janúar 2011 eða í tæp 5 ár. �?ann 22. maí 2012 vísaði LÍ�?, sem nú ber nafnið Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, deilunni til ríkissáttasemjara og hótaði í leiðinni að boða verkbann á sjómenn til að knýja fram kröfur sínar um verulega skerðingu á kjörum sjómanna. Af verkbanninu varð þó ekki en enginn vilji er hjá SFS til að ljúka gerð kjarasamnings við sjómenn.
�?rátt fyrir að afkoma sjávarútvegsins hafi verið með því besta sem gerist undanfarin ár er algjört viljaleysi hjá samtökum útgerðarmanna að ljúka gerð kjarasamninga við sjómenn. Á fundum nú á haustdögum hafa samtök útgerðarmanna svo sannarlega sýnt áhugaleysi sitt í verki. �?eim málum sem fulltrúar sjómanna hafa lagt fram til lausnar deilunni hefur ýmist ekki verið svarað eða svarað með útúrsnúningum og rangtúlkunum af hálfu SFS og jafnvel hafa fulltrúar útgerðarinnar gengið svo langt að bæta í kröfur sínar um skerðingu á kjörum sjómanna. Með framkomu sinni sýna samtök útgerðarmanna starfsfólki sínu sem starfar á skipum þeirra mikla lítisvirðingu. �?etta gerist á sama tíma og hagnaður, á öllu tímabilinu sem samningar hafa verið lausir, hefur aldrei í sögu atvinnugreinarinnar verið jafn mikill. Enda bera arðgreiðslur til eigenda sjávarútvegsfyrirtækjanna undanfarin ár þess merki að vel gangi hjá þeim.
�?tgerðarmenn sem aðild eiga að SFS ættu að skammast sín fyrir þá lítilsvirðingu sem þeir sýna sjómönnum með framferði sínu.
Reykjavík 4. desember 2015.
Farmanna- og fiskimannasamband Íslands
Sjómannasamband Íslands
Verkalýðsfélag Vestfirðinga
VM �?? Félag vélstjóra og málmtæknimanna