Eins og staðan er núna er hæg­lætis­veður í Vest­manna­eyj­um og smá gjóla að sögn Ad­olfs �?órs­son­ar, for­manns Björg­un­ar­fé­lags Vest­manna­eyja. Björg­un­ar­sveit­ar­menn voru lengi að í nótt enda hlaust þó nokkuð tjón í bæj­ar­fé­lag­inu í fár­viðrinu sem gekk yfir svæðið í gær. Að sögn Ad­olfs var aðgerðum björg­un­ar­sveita lokið um tvö leytið í nótt. �??Við erum ekk­ert byrjuð að meta skemmd­ir, nú erum við bara að skríða á fæt­ur og koma okk­ur í vinnu,�?? sagði hann í sam­tali við mbl.is.

Hann seg­ir að stærsta verk­efni gær­kvölds­ins hafi verið að eiga við þak sem fauk af húsi við Smára­götu. �??�?að var al­veg gríðarlega erfitt vegna þess að það var á erfiðum stað í bæn­um, svo hátt uppi. En annað sem við vor­um að eiga við voru fjúk­andi grind­verk, þak­kant­ar, brotn­ar rúður og fleira. �?etta var svona eitt­hvað af öllu.�??

Adolf var björg­un­ar­sveitamaður þegar óveðrið mikla gekk yfir í fe­brú­ar 1991. Hann seg­ir veðrið í gær ekki hafa verið eins slæmt. �??En þetta var grimmt,�?? seg­ir hann.

Aðspurður um and­ann í bæn­um eft­ir fár­viðrið seg­ir hann bæj­ar­búa hafa það ágætt. �??�?að eru marg­ir sem hafa það mikið verra en við og lenda í erfiðari aðstæðum.�??

www.mbl.is greindi frá.