Í dag klukkan 18:00 mætast ÍBV og Akureyri í Íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum. Liðin hafa enn ekki mæst í vetur en þessum leik hefur verið frestað þrisvar. Akureyri er í sjöunda sæti deildarinnar með þrettán stig en ÍBV er í fimmta sæti með stigi meira en Norðanmenn.