Nóg er að gera hjá strákunum okkar í handboltanum. Í kvöld mættu þeir nýliðum Víkings í Olís deild karla en þetta var annar leikur liðsins á aðeins þremur dögum. Leiknum lauk með öruggum sigri Eyjamanna, 34-28.
Jafnt var á öllum tölum framan af leik en gestirnir úr Víkinni voru fyrri til og komust tveimur mörkum yfir, 8-6, þegar Eyjamaðurinn Arnar Gauti Grettisson skoraði fyrir gestina úr hraðaupphlaupi. Eyjamenn jöfnuðu leikinn 8-8 með marki frá Degi Arnarssyni en hann átti mjög góðan leik í dag, yfirvegaður og stjórnaði sóknarleik ÍBV af festu. Eyjamenn gengu á lagið, vörnin small í gírinn og hraðarupphlaupsmörkin fylgja í kjölfarið. �?egar fyrri hálfleik lauk var staðan orðinn 18-12 fyrir ÍBV og liðið að spila vel.
Eyjamenn byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og juku við forskotið sitt jafnt og þétt og þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan orðinn 27-18 og leikurinn í raun búinn, bara spurning hve stór sigurinn yrði. Svo fór að leiknum lauk með sex marka sigri, 34-28.
Í kvöld var allt annað að sjá til liðsins miðað við síðastliðna leiki. Leikgleði og stemmning skein frá liðinu og smitaði það út í áhorfendapalla. Einnig ber að nefna frábært framlag ungu strákana í kvöld. Dagur Arnarson og Nökkvi Dan Elliðason spiluðu frábærlega og má með sanni segja að framtíðin sé björt hjá ÍBV.
Mörk ÍBV skoruðu þeir; Kári Kristján Kristjánsson 7, Nökkvi Dan Elliðason 5, Dagur Arnarsson 5, Einar Sverrisson 5, Theodór Sigurbjörnsson 4, Andri Heimir Friðriksson 3, Grétar �?ór Eyþórsson 3, Brynjar Karl �?skarsson 1 og Hákon Daði Styrmisson 1.