Í dag kl. 16.00 býður Viska upp á námskeið á nýjasta stýrikerfi Microsoft, Windows 10. Á þessu stutta grunnnámskeiði er farið er í helstu nýjungar í Windows 10 og þær breytingar sem hafa orðið á stýrikerfinu. Við kynnumst þeim valmöguleikum sem eru til staðar og sjáum að það er engin ástæða til að óttast breytingar.
Námskeiðið er klukkan 16:00 í dag mánudaginn 14. desember og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Nauðsynlegt er hinsvegar að skrá sig á námskeiðið í síma 481-1111, 481-1950eða á [email protected].