Georg Eiður Arnarson, fulltrúi Eyjalistans lagði fram athyglisverða tillögu á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs sem gera má ráð fyrir að verði rædd í bæjarstjórn í dag. Vill hann láta kanna möguleika Eyjamanna á vistvænni orkuframleiðslu í framtíðinni. Ekki hlaut tillagan náð fyrir augum meirihluta sjálfstæðismanna í ráðinu.
�?annig hljóðaði tillagan: -Sett verði saman nefnd undir forystu bæjarstjórans í Vestmannaeyjum, ásamt fulltrúum bæjarins og hagmunaaðilum, með það að markmiði að kanna og fylgjast með í framtíðinni, hvaða tækifæri við Eyjamenn höfum á hugsanlegri framleiðslu á vistvænni orku og líka hvernig hægt væri að nota hana, þar með talið virkjun með vindorku, virkjun strauma og sjávarfalla. Erindinu er hafnað með fjórum atkvæðum gegn einu.
�??Niðurstaða umhverfisráðstefnunnar í París, þar sem komu saman fulltrúar allra þjóða heimsins og komust að samkomulagi um að hlýnun jarðar verði undir tveimur gráðum sýnir okkur hvað hlutirnir gerast hratt í umhverfismálum,�?? sagði Georg Eiður. �??�?g veit lítið um þessi mál en mér finnst að við Eyjamenn verðum mað fylgjast með því sem er að gerast í heiminum í umhverfismálum og hvaða möguleika við eigum á framleiðslu á orku með því að nýta vinda og sjávarföll.�??
Hann sagðist vita að Vestmannaeyjabær megi ekki fara út í framleiðslu á orku en sjálfsagt sé að fylgjast með því sem er að gerast. �??�?að bannar enginn einstaklingum og fyrirtækjum að reyna fyrir sér á þessu sviði. Mín hugmynd er að nefndin komi saman einu sinni eða tvisvar á ári þar sem fólki ber saman bækur sínar og meti stöðuna í þessum máli. Skapist tækifæri til orkuframleiðslu erum við betur undir það búin að taka afstöðu og á okkar forsendum,�?? sagði Georg Eiður.