Varn­argarður við ósa Markarfljóts sem ætlað er að draga úr efn­is­framb­urði fljóts­ins að Land­eyja­höfn laskaðist í óveðrinu á dög­un­um. Frá þessu er sagt á mbl.is. �?ar segir einnig að sam­kvæmt upp­lýs­ing­um G. Pét­urs Matth­ías­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Vega­gerðar­inn­ar, losnuðu stein­ar úr garðinum, aðallega þeir minni. Skemmd­irn­ar hafi ekki orðið það mikl­ar að dregið hafi úr virkni garðsins.

Mik­ill framb­urður er úr Markarfljóti og berst hann vest­ur með land­inu, meðal ann­ars í Land­eyja­höfn. Vega­gerðin byggði 450 metra bráðabirgðagarð á ár­inu 2011 til að reyna að beina sand­in­um frá höfn­inni og fékk síðar leyfi til að lengja hann um 250 metra.