�?eir eru höfðingjar, þeir hjá Ufsaskalla Invitational sem á hverju ári halda golfmót til styrktar góðum málefnum. Í byrjun mánaðarins fóru stjórnarmenn á Sjúkrahúsið og gáfu níu 40 tommu United sjónvörp ásamt veggfestingum.
�??Gerðum við þetta í góðu samstarfi við verslunina Geisla og þökkum við þeim frábærlega fyrir,�?? sagði Kristján Georgsson, einn stjórnarmanna. Og þeir gerðu gott betur, komu líka færandi hendi í Landakirkju. �??�?ar hittum við séra Guðmund �?rn og séra �?rsúlu. Létum við þau hafa 700 þúsund króna peningagjöf til handa Fjölskylduhjálp í Vestmannaeyjum. Vonum við svo sannarlega að það verði einhver hjálp í þessum peningum. Er þetta allt saman frá stjórn og þátttakendum Ufsaskalla Invitational,�?? sagði Kristján að lokum.
Myndir: Eydís Sigurðardóttir hjá HSU-Vestmannaeyjum tekur við sjónvörpunum frá þeim Ufsaskallamönnum, Magnúsi, Valtý og Kristjáni.
Prestar Landakirkju, �?rsúla Árnadóttir og Guðmundur �?rn taka við peningagjöfinni fyrir hönd Fjölskylduhjálpar.