Sandra Erlingsdóttir var valinn besti leikmaður U-18 æfingamótsins í Póllandi sem lauk núna um helgina.

Sandra sem skoraði alls 19 mörk í 3 leikjum og var markahæst íslensku stelpnanna. Sandra á ekki langt að sækja handboltahæfileika sína en hún er dóttir Erling Richardssonar sem þjálfar Fusche Berlín og Vigdísar Sigurðardóttur fyrrum handboltakonu.