Föstudaginn 16. október s.l. var skrifað undir samning um kaup Ísfells á öllum hlutabréfum Nets ehf í Vestmannaeyjum. Net er rótgróið fyrirtæki, stofnað 1963 af feðrum núverandi eigenda og hefur verið rekið af þeim og afkomendum þeirra alla tíð. Helsta starfsemi félagsins hefur verið nótavinna auk allrar almennrar veiðarfæraþjónustu við fiskiskipaflotann í Vestmannaeyjum.
Ísfell mun taka við rekstri Nets frá 1. janúar 2016. Gert er ráð fyrir að sameina rekstur Ísfells í Vestmannaeyjum og Nets í húsnæði Nets en það er staðsett á bryggjusvæðinu á Eiðinu. �?að er tilhlökkunarefni að fá þetta tækifæri til þess að efla enn frekar starfsemi Ísfells og þá ekki síst í Vestmannaeyjum.
Ísfell mun veita alla þjónustu fyrir nætur, flottroll, botnfisktroll og víraþjónustu. Sett verður upp tromla í nýja húsnæðinu til að auðvelda vinnu við uppsetningu og þjónustu á flottrollum. Unnið verður að því að hafa alla aðstöðu til þjónustu við útgerðir í Vestmannaeyjum til fyrirmyndar og sem best útbúna. Áformað er stækka núverandi húsnæði og auka þar með rými innanhús til að þjónusta veiðarfæri, með stækkun á húsnæði verður hægt að vinna við tvær nætur ásamt flottrolli innanhúss á sama tíma.
Nánari upplýsingar gefa Birkir Agnarsson framleiðslustjóri ([email protected]) 5 200 571 og Gunnar Skúlason framkvæmdastjóri ([email protected]) 5 200 521.