Skipverjar á Álsey náðu sérlega góðu síldarhali í fyrrakvöld er þeir fengu 700 tonn á miðunum djúpt vestur af miðjum Faxaflóa.
Skipið kom á miðin aðfaranótt mánudags og eftir nokkurra klukkutíma leit var kastað um klukkan átta í fyrrakvöld. �?remur tímum síðar voru um 700 tonn komin í tanka skipsins og stefnan var sett á Eyjar að nýju, en þangað var um 18-19 tíma sigling.
�??Við sáum þarna rönd sem við köstuðum á og fengum miklu meiri afla, en við áttum von á. �?etta gekk ótrúlega vel og síldin er ágæt, um 300 gramma meðalþyngd,�?? segir Ingi Grétarsson, stýrimaður á Álsey, í Morgunblaðinu í dag.
mbl.is greindi frá.