ÍBV vann góðan 2-0 sigur á Breiðabliki í Fótbolta.net mótinu í Fífunni í dag.
Benedikt Októ Bjarnason kom ÍBV yfir eftir rúman hálftíma og Gunnar Heiðar �?orvaldsson bætti við öðru marki rétt fyrir leikhlé.
Gunnar Heiðar klippti boltann laglega í netið eftir hornspyrnu en Blikar náðu ekki að bjarga á línu.
Gunnleifur Gunnleifsson fékk frí í liði Blika fyrir landsliðsferðina til Abu Dhabi á morgun. Oliver Sigurjónsson var heldur ekki með vegna meiðsla. �?á byrjaði Höskuldur Gunnlaugsson á bekknum en hann var líkt og Oliver með U21 árs landsliðinu í Tyrklandi í vikunni.
Pablo Punyed byrjaði á bekknum hjá ÍBV en hann kom til landsins í gær. �?á er Abel Dhaira ekki mættur til landsins en Halldór Páll Geirsson stóð á millli stanganna hjá ÍBV og átti fínan dag.