Samkvæmt upplýsingum frá Herjólfi hækkar fargjald fyrir tvo fullorðna með bíl og tveggja manna klefa fram og til baka til �?orlákshafnar úr 26.880 krónum og í Landeyjahöfn fram og til baka í 9.100 krónur. Með 40 prósent afslætti kostaði farið 16.128 krónur í �?orlákshöfn og 5.460 í Landeyjahöfn þar sem klefi er ekki innifalinn.
Eftir hækkun um áramótin verður fargjaldið 9.520 krónur í Landeyjahöfn á fullu verði og 27.360 í �?orlákshöfn. Með 40 prósenta afslætti kostar 5712 að fara fram og til baka í Landeyjahöfn og 16.416 krónur í �?orlákshöfn. Hækkun frá fyrri gjaldskrá miðað við fullt verð er 420 krónur og 480 krónur og með 40 prósenta afslætti 252 krónur og 288 krónur.
Nánar í nýjasta tölublaði Eyjafrétta.