�?ann 16. desember var skrifað undir verksamning vegna byggingar á nýju tengivirki HS Veitna og Landsnets sem rísa á við hraunkantinn austan við mjölgeymslu FES. Verkkaupi er HS Veitur og verktaki er Steini og Olli byggingaverktakar ehf.
Samkvæmt upplýsingum Sigurjóns I. Ingólfssonar, svæðisstjóra í Vestmannaeyjum, er samningsupphæðin, með virðisaukaskatti, 279,9 milljónir króna. Áætlaður verktími þangað til hægt er að setja upp 66 kV háspennu-, stjórn- og varnarbúnað er til 15. júlí nk. Einnig er reiknað með að spennarýmið verði klárt á þeim tíma. Frágangi utanhúss og þar með verkinu öllu á að vera lokið eigi síðar en 1. október 2016. Í tengslum við þetta verk verður farið í að leggja strengi frá tengivirkinu eftir Strandvegi og að Skildingavegi. Sú vinna verður unnin í áföngum og verður stílað inn á sem minnst rask fyrir hagsmunaaðila.
Nánar í nýjasta tölublaði Eyjafrétta.