Í þessari viku verður nóg um að vera hjá kvennaliðum ÍBV en alls fara fram þrír leikir í vikunni, tveir bikarleikir og einn í deildinni. Á miðvikudaginn mætir A-liðið Stjörnunni í 16-liða úrslitum Coca-cola bikars kvenna og hefst leikurinn klukkan 19:30. B-liðið mætir svo til leiks á föstudaginn þegar þær mæta ÍR í bikarnum klukkan 19:00. ÍR-ingar ætla að nýta ferðina til Eyja vel en daginn eftir verður leikur ÍBV og ÍR í Olís deild kvenna og hefst hann klukkan 13:30.