Í dag hefjast 16- liða úrslitin í Coca Cola bikar kvenna. ÍBV teflir fram tveim liðum í bikarkeppninni í ár og í kvöld tekur ÍBV-1 á móti Stjörnunni. Stjarnan hefur verið á miklu skriði í deildinni og eru þær í 6.sæti Olís deildarinnar og hafa aðeins tapað þrem leikjum í vetur. ÍBV er á toppi deildarinnar en aðeins munar 4 stigum á liðunum og því má búast við hörkuleik.