Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs lá fyrir minnisblað frá bæjarstjóra um rekstur hjúkrunarheimilisins að Hraunbúðum. Í því er athygli ráðsins vakin á því að stofnunin glímir við alvarlegan rekstrarvanda sem skýrist eingöngu af því að framlög ríkisins duga ekki fyrir lögbundinni þjónustu. �?á er einnig minnt á að rekstur hjúkrunarheimilis er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélagsins heldur ber ríkið alla ábyrgð á þeirri mikilvægu þjónustu skv. lögum um málefni eldri borgara. Ríkið hefur enn ekki kynnt fyrir Vestmannaeyjabæ nýjan þjónustusamning sem gera átti árið 2015. �?ví er ekki í gildi neinn samningur um þennan rekstur í Vestmannaeyjum heldur sinnir Vestmannaeyjabær honum á forsendum hefðar.
Bent er á að í árslok 2015 er skuld Hraunbúða við aðalsjóð Vestmannaeyjabæjar orðin um 372 milljónir og að til þess að geta veitt þá nauðsynlegu heilbrigðisþjónustu sem ríkið er ábyrgt fyrir þarf Vestmannaeyjabær að greiða um 35 milljónir á ári með rekstrinum. �?ar er því í raun um að ræða niðurgreiðslu sveitarfélagsins á lögbundinni þjónustu ríkisins.
Ráðið þakkar minnisblaðið og tekur innhaldi þess afar alvarlega. Ráðið bókar eftirfarandi;
Áður hefur komið fram einbeittur vilji ráðsins til að ráðast í miklar aðgerðir í málefnum eldri borgara á komandi misserum. Umtalsverðar byggingaframkvæmdir á undanförnum árum hafa fjölgað mjög búsetuúrræðum fyrir aldraða og ber þar hæst svokallaðar 60+ íbúðir að Kleifarhrauni. Félagsstarf eldri borgara hefur einnig fengið mikinn og góðan byr í seglin með nýrri og glæsilegri félagsaðstöðu í Kviku. Á döfinni eru miklar framkvæmdir í öldrunarmálum þar sem meðal annars eru lögð drög að fjölgun þjónustuíbúða, bættri aðstöðu til dagdvalar, byggingu nýrrar álmu fyrir fólk með heilabilun við Hraunbúðir, fjölgun rýma á dvalarheimili og fl. Rétt er að ítreka að þessi alvarlegi halli á þjónustu ríkisins mun ekki hafa áhrif á þann vilja né fyrirhugaðar aðgerðir sveitarfélagsins hvað málaflokkinn varðar.
Hins vegar telur ráðið að sveitarfélagið geti með engu móti haldið áfram rekstri Hraunbúða með núverandi hætti þegar fyrir liggur að rekstrarframlög ríkisins fara hvergi nærri því að duga. Að öllu óbreyttu mun hallarekstur á þjónustu ríkisins halda áfram að kalla á framlög frá sveitarfélaginu og hindra þar með aðra þjónustu. Ráðið minnir enn fremur á að nýlega lét Vestmannaeyjabær vinna vandaða rekstrarlega úttekt á heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum þar sem sýnt var fram á þá gríðarlegu hagræðingu sem fylgir því að sameina alla þá þjónustu undir einn hatt. Hagræðingin af þeirri aðgerð var umfram rekstrarhalla Hraunbúða og færi einnig langt með að greiða til að mynda fyrir aukna fæðingarþjónustu. �?eirri úttekt mætti ríkið með þögninni.
Ráðið telur mikilvægt að Heilbrigðisráðherra verði upplýstur um þessa alvarlegu stöðu og að ráðuneytið geri grein fyrir því hvernig ríkið hyggst axla ábyrgð á rekstrinum. Að óbreyttu mun sveitarfélagið neyðast til að segja sig frá rekstrinum svo fljótt sem verða má.