Gallup er örugglega vandað fyrirtæki sem kann að framkvæma skoðanakannanir. Gallup, sem og aðrir aðilar sem sinna slíkri starfsemi spyrja þeirra spurninga sem þeir eru beðnir um, annarra ekki svo vitað sé.
Nú í vikunni voru birtar niðurstöður úr einni slíkri varðandi Landeyjarhöfn og nýsmíði á skipi.
�?g, einn af 133 aðilum, tók þátt í umræddri könnun. Í könnuninni svaraði ég jákvætt við að vilja sigla í Landeyjarhöfn og að vilja nýtt skip og lagfæringarnar á höfninni, skárra væri það. En enga spurningu fékk ég um hvort ég vildi láta klára höfnina áður en nýtt skip yrði smíðað.
�?að getur ekki hafa farið framhjá neinum að tvær leiðir um málefni Landeyjarhafnar og smíði á nýju skipi hafa verið mest í umræðunni, það er sú leið sem bæjarstjórn hefur samþykkt og önnur sem fjölmargir aðilar hafa lýst yfir, þar á meðal margreyndir skipstjórnarmenn, m.a. fyrrverandi skipstjóri á Herjólfi, en sú leið er að gera þurfi endurbætur á höfninni m.a. með lengingu hafnargarða. Að klára ætti hafnargerðina og smíða síðan skip sem hentar á þessari samgönguleið með þjónustuþörfinna í huga en ekki smíða skip sem tekur mið af ófullgerðri höfn. . Í raun virðist könnunin, hvað þetta varðar, hafa verið gerð með það í huga að fá eina niðurstöðu, að bæjarbúar væru samstíga bæjarstjórn í málinu. Ef það hefði verið einlægur vilji bæjaryfirvalda að fá álit bæjarbúa á hvaða leið ætti að fara þá hefði þurft að spyrja að því, smíða skip og laga höfn á meðan, eða klára höfnina og smíða síðan skip sem tæki mið af þjónustuþörfinni. �?etta var ekki gert og því ofmat, svo ekki sé meira sagt, að fullyrða að bæjarbúar hafi talað sínu máli og séu sammála bæjarstjórn.