Florentina Stanciu stendur vörð í íslenska handboltamarkinu og hjá Stjörnunni. Hún er ein besta handboltakona landsins og hefur verið einn besti markmaður Evrópu. En Florentina hefur tekið erfiða ákvörðun. Hún ætlar með fjölskyldu sína aftur til Rúmeníu og kveðjur handboltann �?? og Ísland �?? með miklum trega. Hún segist vita að það er tímabært. Hún ræddi við Ástu Sigrúnu Magnúsdóttur um handboltann, hendurnar fjórar sem hún virðist stundum hafa í markinu, trúna, ákafann, metnaðinn og þakklætið.
�??�?etta verður síðasta árið mitt sem leikmaður í handbolta,�?? segir Florentina þar sem við sitjum á ritstjórnarskrifstofu DV og ræðum málin. �??�?að er rosalega skrítið að segja það upphátt. �?g grét smá þegar ég kom hingað, en ég mun hágráta þegar ég fer frá Íslandi.�??
Við erum ekki alveg tilbúnar í tárin svo hún segir mér frá því hvernig það æxlaðist eiginlega að hún tók sér stöðu í markinu.
�?egar hún var að stíga sín fyrstu skref á vellinum gekk illa að finna réttu stöðuna fyrir hana og hún vildi alls ekki fara í markið. �??�?g var fjórtán ára þegar ég var að byrja að spila og var bæði löng og grönn. �?g vildi bara alls ekki vera í markinu. En ég var svo grönn og veikburða að ég gerði lítið gagn á vellinum sjálfum. Liðið þurfti auðvitað að hafa markmann og það var enginn annar sem gat tekið það að sér. �?jálfarinn ýtti mér þangað. Á fyrstu æfingunni hélt ég svo markinu alveg hreinu, fékk ekki á mig eitt mark. �?jálfarinn minn sagði við mig: �??�? veistu, ég held að þetta sé bara staðan þín.�?? �?g vildi þetta alls ekki en hélt áfram að spila enda hafði ég ekki um mikið að velja. Svo var ég valin í landsliðið!�?? segir hún og segist við það hafa áttað sig á því að hún ætti miklu meiri möguleika á því að verða betri markmaður en leikmaður á vellinum.
�??�?g varð bara að sætta mig við það og gerði það sem betur fer. �?g keppti áfram með landsliðinu og ég var ítrekað valin besti markmaðurinn á mótunum sem við kepptum á. �?g varð Evrópumeistari tvisvar og svo þegar við kepptum á heimsmeistaramótinu var ég líka valinn besti markmaðurinn,�?? segir hún. �??�?etta var köllun mín, held ég bara.�??
�??�?g er mjög metnaðarfull, bæði fyrir sjálfa mig og liðið mitt,�?? segir hún og liðsfélagar hennar hafa stundum haft það á orði að hún sé svo metnaðarfull að hún eigi mjög erfitt með að tapa, jafnvel þótt það sé bara á æfingu. �??Líklega er rétt að segja að ég sé tapsár. �?g vil gera vel,�?? segir hún.
ÍBV og Stjarnan til skiptis
Á síðustu tólf árum hefur hún svo skipst á að spila fyrir ÍBV og Stjörnuna, og um þessar mundir stendur hún vaktina í marki Stjörnunnar. Florentina kom til Íslands árið 2004 og byrjaði að spila með ÍBV í Vestmannaeyjum. �?egar hún kom til landsins ásamt eiginmanni sínum, Costinel Stanciu, hugsuðu þau með sér að þau yrðu hér í eitt ár eða svo. Eftir fyrsta árið ákváðu þau að bæta við einu ári. �??Okkur leið bara svo vel. Fólkið var vinsamlegt og hjartahlýtt. Allir tóku okkur svo fallega og mér gekk vel,�?? segir hún. En það var ekki sjálfgefið að hún kæmi hingað.
�??Valið stóð á milli þess að við færum til Serbíu eða Íslands á sínum tíma og við völdum rétt,�?? segir hún. �??�?að var samt eiginlega allt eiginmanni mínum að kenna og þakka. �?g er líka þakklát Guði og Hlyni Sigmarssyni. Hlynur valdi mig þegar ég var að spila í Frakklandi með Metz Metropole. Metz gekk vel og við urðum meistarar, en okkur gekk svo illa í Evrópukeppninni. Ákveðið var að segja upp samningum við erlenda leikmenn og ráða bara Frakka til að spila. �?á varð ég að finna mér nýtt lið og fékk nokkur tilboð. Á endanum voru það tilboð til Serbíu og frá Íslandi sem ég var að vega og meta. Mig langaði ekki að fara til Serbíu, ég sá það fyrir mér sem land sem væri of líkt Rúmeníu. Mig langaði að fara eitthvert annað og þá sagði maðurinn minn að við færum bara til Íslands �?? sem við og gerðum,�?? segir hún. Hlynur hafði veg og vanda af því að semja við Florentinu og hjálpaði þeim hjónum mikið, sem þau eru ævinlega þakklát.
Fallegra hjartalag
�?egar þau komu hingað fyrst bjuggu þau, sem áður sagði, í Vestmannaeyjum og líkaði vel. Eftir fyrsta árið bauðst henni að fara til Ungverjalands eða �?ýskalands og spila. �??En, mér finnst fólkið þar ekki nógu hlýlegt. �?að er frekar kaldlynt,�?? segir hún. �??Hér er fólk með fallegra hjartalag. Mér finnst það að minnsta kosti.�?? �?au hjónin ákváðu að halda sínu striki og urðu áfram í Vestmannaeyjum. �??Við vissum það bæði að ef ég stæði mig ekki vel hérna yrði ég að fara heim og ég vildi það alls ekki. �?g ákvað að ég yrði að bæta mig ár frá ári og ég held að mér hafi tekist það.�??
Eftir tvö vel heppnuð ár þar vildu þau breyta til og fóru þá í Garðabæinn til Stjörnunnar og voru í fjögur ár. Florentina var meðal annars valinn íþróttamaður Garðabæjar hjá Stjörnunni og hefur að auki verið valinn besti markmaðurinn hjá HSÍ átta ár í röð. Florentina eignaðist sitt fyrsta barn á meðan hún spilaði með Stjörnunni og í kjölfarið fluttu þau til Vestmannaeyja. �??Mér fannst svo gott að vera með son minn þar svona lítinn. �?g gat verið með honum að degi til, enda var hann ekki kominn til dagmömmu, en spilað á kvöldin og þá var maðurinn minn hjá honum. �?að er mjög fjölskylduvænt samfélag í Vestmannaeyjum og gott fyrir fjölskyldur að vera þar. Mér finnst það líka núna í Garðabænum, það er gott að vinna, spila og búa í sama bæjarfélaginu,�?? segir hún.
þetta er aðeins brot úr einlægu viðtali við Florentinu en hér má lesa það í heild.