Nemendur Verslunarskólans gerðu sér lítið fyrir í dag og hífðu myllu upp á húsnæði Austurbæjarbíós. �?ar stendur til að setja upp söngleikinn Moulin Rouge eða Rauðu Mylluna. Myllan er landsfræg en þeir sem hafa farið á �?jóðhátíð í Eyjum ættu að kannast vel við hana.
Í samtali við Vísi sagði Kristján �?ór Sigurðsson, formaður Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands, að nemendafélagið hafi haft samband við �?jóðhátíðarnefnd um hvort að mögulega væri hægt að fá mylluna lánað. �?að var auðsótt mál og var hún flutt úr Eyjum með Herjólfi.
Með aðstoð lögreglunnar sem lokaði fyrir umferð á Snorrabraut og kranabíls var myllan hífð upp á skyggni fyrir ofan inngang Austurbæjarbíó þar sem sýningar á Moulan Rouge munu hefjast í febrúar.
Gert er ráð fyrir að myllan verði á sínum þangað til í mars þegar sýningum lýkur áður en að hún snýr aftur í dalinn, í tæka tíð fyrir næstu �?jóðhátíð.