Bónus stefnir á að opna nýja verslun í Vestmannaeyjum laugardaginn 6. febrúar næstkomandi gangi allt að óskum, að sögn Guðmundar Marteinssonar, framkvæmdastjóra Bónuss.
Um verður að ræða hefðbundna opnun Bónuss með sérstökum opnunartilboðum. �?etta er fyrsta Bónusverslunin sem opnuð er í Vestmannaeyjum. Hún verður með svipuðu sniði og Bónus á Selfossi og tæplega 1.200 fermetra stór. Vöruúrval verður svipað í báðum búðunum.
Reiknað er með að við verslunina verði tíu stöðugildi og um 20 starfsmenn. Nýja búðin verður í nýbyggðu húsi við Miðstræti í miðbæ kaupstaðarins.
mbl.is greindi frá.