Bón­us stefn­ir á að opna nýja versl­un í Vest­manna­eyj­um laug­ar­dag­inn 6. fe­brú­ar næst­kom­andi gangi allt að ósk­um, að sögn Guðmund­ar Marteins­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Bón­uss.
Um verður að ræða hefðbundna opn­un Bón­uss með sér­stök­um opn­un­ar­til­boðum. �?etta er fyrsta Bónusversl­un­in sem opnuð er í Vest­manna­eyj­um. Hún verður með svipuðu sniði og Bón­us á Sel­fossi og tæp­lega 1.200 fer­metra stór. Vöru­úr­val verður svipað í báðum búðunum.
Reiknað er með að við versl­un­ina verði tíu stöðugildi og um 20 starfs­menn. Nýja búðin verður í ný­byggðu húsi við Miðstræti í miðbæ kaupstaðar­ins.
mbl.is greindi frá.