Ef gamla afla­regl­an í loðnu væri í gildi hefði heild­arkvót­inn verið 235 til 250 þúsund tonn í ár í stað 170 þúsund tonna sem heim­ilað verður að veiða sam­kvæmt nýju afla­regl­unni sem nú reyn­ir á í fyrsta skipti.
Kvót­inn er því 65-80 þúsund tonn­um minni en sam­kvæmt gömlu regl­unni. Meiri varúðar gagn­vart loðnu­stofn­in­um gæt­ir í nýju afla­regl­unni, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.
�??Ef þetta verður niðurstaðan verður höggið fyr­ir okk­ur Eyja­menn mjög þungt,�?? seg­ir Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um, um áhrif minnk­andi loðnu­kvóta á yf­ir­stand­andi vertíð. Íslend­ing­um hef­ur verið út­hlutað um 100 þúsund tonn­um af loðnu, borið sam­an við veiði upp á 400 þúsund tonn á síðasta fisk­veiðiári.
Mbl.is greindi frá.