Á dögunum festi Kaupás kaup á stórum hluta heildverslunarinna H. Sigurmundsson. Starfsemin mun nú flytja í kjallara Krónunnar og mun það eiga sér stað 1. febrúnar. Í samtali við Eyjólf Heiðar Heiðmundsson, einn af eigendum heildverslunarinnar, sagði hann að þau hefðu náð ákveðnum samningargrundvelli sem endaði á þessa leið og þau væru mjög sátt með þessa ákvörðun.
Sá hluti rekstursins sem sér um að þjónusta skip og báta um kost mun flytja í kjallara Krónunnar ásamt starfsmönnunum tveimur Eyjólfi og Sigrúnu Heiðmundsdóttur, sem flestir þekkja sem Olla og Jonnu. �?ll önnur starfsemi sem þau voru með mun hætta en H. Sigmundsson mun þó ennþá þjónustu Vífilfell. Húsnæði þeirra við Strandveg hefur þó ekki fengið nýtt hlutverk og er enn í þeirra eigu.