Samkomulag milli Rangárþings eystra og HS Veitna

Gert hefur verið samkomulag milli Rangárþings eystra og HS Veitna um umsjón Vestmannaeyjaveitu sem HS Veitur reka. Samkomulagið nær til Vestmannaeyjaveitu frá uppsprettulind í landi Syðstu-Merkur að tengingu neðansjávarleiðslu og er dælustöð á Landeyjarsandi meðtalin. Samkomulagið er tilkomið m.a. vegna þess að Gunnar Marmundsson, starfsmaður HS Veitna á Hvolsvelli, lætur nú af störfum sökum aldurs […]

Laugardagsfundur með Ragnheiði Elínu Árnadóttur Iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Laugardaginn 30. janúar verður fyrsti laugardagsfundur ársins, fundurinn verður í Ásgarði og hefst hann kl. 11 gestur fundarins verður Ragnheiður Elín Árnadóttir. Laugardagsfundir verða í Ásgarði kl. 11 á laugardögum fram að páskum og verða þeir í bland, kaffispjall og fundir með gestum. Dagskrá þeirra verður auglýst síðar. Allt sjálfstæðisfólk velkomið. Stjórnir sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum. […]

Agnar Smári til ÍBV

ÍBV hefur náð samkomulagi við Agnar Smára Jónsson um að leika með liðinu út keppnistímabilið. Agnar hefur spilað með danska úrvalsdeildarliðinu Mors-Thy frá síðasta keppnistímabili. ÍBV er í skýjunum með að ná í þennan pilt aftur enda færði hann ,ásamt liðinu öllu, Eyjamönnum frábæran árangur. Árangur sem allir Eyjamenn fengu að njóta. Við munum að […]

Stjörnukvöld á laugardaginn

Laugardaginn 30. janúar nk. verður Stjörnukvöld í Akóges. Allar Stjörnur (konur) eru velkomnar. Í fyrra voru keyptar spjaldtölvur handa GRV og í ár stendur til að kaupa blöðruskanna fyrir Hraunbúðir, dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum. Mæting er kl. 14:30-16:30 við Akóges og svo er kvöldverður og skemmtun um kvöldið, þá opnar húsið kl. 19:30. Miðakaupin eru […]

Væntanlegt útboð nýrrar Vestmannaeyjaferju og rekstur hennar

nýr herjólfur

Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundaði í gærkvöld þar sem samþykkt var samhljóða ályktun í þrettán liðum um væntanlegt útboð nýrrar Vestmannaeyjaferju og rekstur hennar. Á fundinum kom fram að í gær hafi bæjarstjóri og formaður bæjarráðs átt fund með samgönguyfirvöldum vegna væntanlegs útboðs á nýrri Vestmannaeyjaferju og reksturs hennar. �?ar gerðu fulltrúar Vestmannaeyjabæjar grein fyrir eftirfarandi áhersluatriðum […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.