ÍBV hefur náð samkomulagi við Agnar Smára Jónsson um að leika með liðinu út keppnistímabilið. Agnar hefur spilað með danska úrvalsdeildarliðinu Mors-Thy frá síðasta keppnistímabili.
ÍBV er í skýjunum með að ná í þennan pilt aftur enda færði hann ,ásamt liðinu öllu, Eyjamönnum frábæran árangur. Árangur sem allir Eyjamenn fengu að njóta.
Við munum að sjálfsögðu taka vel á móti Agga.
Fyrsti leikur liðsins eftir þessa löngu pásu er nk. Mánudag í bikarnum gegn HK.