Mikkel Maigaard Jakobsen hefur skrifað undir leikmannasamning við ÍBV til tveggja ára. Mikkel kemur uppúr akademíunni hjá Esbjerg og er sóknarsinnar miðjumaður sem einnig getur leyst stöðu framherja. Mikkel á 14 leiki fyrir yngri landslið Danmerkur. Við hjá ÍBV erum himinlifandi með að fá þennan góða peyja í okkar raðir.