Vatnsgjald er innheimt hjá mörgum sveitarfélögum sem hlutfall af fasteignamati en hjá Reykjavík, Akranesi, Akureyri, Fljótdalshéraði og Vestmannaeyjum er innheimt fermetragjald og fastagjald og að auki er rúmmetragjald í Vestmannaeyjum en þetta kemur fram í Verðlagseftirliti ASÍ.
Töluverð breyting er á álagningarprósentu sveitarfélaganna við gjaldtöku vatnsgjalds á milli ára. Kópavogur og Hafnarfjörður hafa lækkað álagningarprósentuna á meðan að Reykjavík, Akranes, Akureyri, Fljótdalshérað og Vestmannaeyjar hafa hækkað álagninguna. �?nnur sveitarfélög eru með óbreytta álagningu frá 2015.
�?egar tekið hefur verið tillit til þróunar á fasteignamati má sjá að lækkun á vatnsgjaldi var mest hjá Hafnarfjarðarkaupstað frá 20 til 24%. Mesta hækkun á vatnsgjaldi í fjölbýli var 9 til 12% í Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Reykjanesbæ.