Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fer fyrir hópi manna sem vilja gera göng í gegnum Heimaklett – stærsta fjalli Vestmannaeyja. Göngin yrðu 70 metra að lengd – 4 metrar á breidd og 4 metrar á hæð og yrðu um svokallaðar Neðri Kleifar að Löngu.
Erindi Árna og hópsins var tekið fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja á mánudag. �?ar er óskað eftir því að ráðið hrindi af stað skipulagslegri úttekt á málinu.
Ráðið segir í bókun sinni að það sé hlynnt því að aðgengi út í Löngu verði bætt og þakkar áhugahópnum fyrir erindið. Í ljósi umfangs og inngrips í náttúruna óskar ráðið þó eftir því að áhugahópurinn leggi fram frekari gögn, meðal annars kostnaðaráætlun, fjármögnunarleiðir og framkvæmdaáætlun.
Skipulagsfulltrúa og framkvæmdastjóra sviðsins er jafnframt falið að ræða við Árna og taka í framhaldinu saman minnisblað um þá valkosti sem mögulegir eru varðandi bætt aðgengi að Löngu og leggja fyrir ráðið.
�?etta er ekki í fyrsta skipti sem Árni leggur til að ráðist verði gangnagerð í Vestmannaeyjum. �?egar hann var þingmaður var Árni ötull talsmaður þess að ráðist yrði í gerð jarðganga milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum – hann lagði meðal annars fram þingsályktunartillögu þess efnis.
ruv.is greindi frá.