ÍR og ÍBV mættust í kvöld í Olís deild karla en þetta var fyrsti leikur ÍBV eftir langa pásu. Agnar Smári Jónsson, tryggði ÍBV eitt stig í sínum fyrsta leik hjá félaginu á þessu tímabili þegar hann jafnaði metin, 25:25, þegar 15 sekúndur voru eftir með sínu 10. marki í leiknum.
ÍBV byrjaði leikinn mun betur, strákarnir voru komni með tveggja marka forskot, 5:3, eftir átta mínútna leik. �?á kom 13 mínútna kafli hjá ÍBV án marka en á sama tíma skoruðu ÍR-ingar sex mörk og breyttu stöðunni í 9:5. Strákarnir náðu þó að saxa á forskot ÍR fyrir hálfleik og staðan var, 12-10, þegar liðin gengu til búningsherbergja.
ÍR-ingar byrjuðu síðari hálfleik af krafti og náðu fljótlega fjögurra marka forskoti. Leikmenn ÍBV voru á þessum kafla ekki að finna taktinn og gerðu sig seka um mörg mistök. �?egar leið á leikinn gáfu Eyjamenn í og tókst strákunum að jafna metin, 21:21, þegar um tíu mínútur voru til leiksloka.
Lokakaflinn var æsispennandi, spennan hélst alveg til loka leiks þegar Agnar Smári jafnaði metin þegar 15 sekúndur voru til leiksloka. ÍR reyndu hvað þeir gátu í lokin til þess að tryggja sér bæði stigin en tókst ekki.
Mörk ÍBV skoruðu þeir; Agnar Smári Jónsson 10, Theodór Sigurbjörnsson 8, Einar Sverrisson 2, Nökkvi Dan Elliðason 2, Andri Heimir Friðriksson 1, Magnús Stefánsson 1 og Kári Kristján Kristjánsson 1.
Stephen Nielsen varði átján skot í marki ÍBV.