ÍR og ÍBV mættust í kvöld í Olís deild karla en þetta var fyrsti leikur ÍBV eftir langa pásu. Agn­ar Smári Jóns­son, tryggði ÍBV eitt stig í sín­um fyrsta leik hjá félaginu á þessu tímabili þegar hann jafnaði metin, 25:25, þegar 15 sek­únd­ur voru eft­ir með sínu 10. marki í leikn­um.
ÍBV byrjaði leikinn mun betur, strákarnir voru komni með tveggja marka for­skot, 5:3, eft­ir átta mín­útna leik. �?á kom 13 mín­útna kafli hjá ÍBV án marka en á sama tíma skoruðu ÍR-ing­ar sex mörk og breyttu stöðunni í 9:5. Strákarnir náðu þó að saxa á forskot ÍR fyrir hálfleik og staðan var, 12-10, þegar liðin gengu til búningsherbergja.
ÍR-ing­ar byrjuðu síðari hálfleik af krafti og náðu fljót­lega fjög­urra marka for­skoti. Leik­menn ÍBV voru á þessum kafla ekki að finna taktinn og gerðu sig seka um mörg mistök. �?egar leið á leikinn gáfu Eyja­menn í og tókst strákunum að jafna met­in, 21:21, þegar um tíu mín­út­ur voru til leiks­loka.
Lokakaflinn var æsispennandi, spenn­an hélst al­veg til loka leiks þegar Agn­ar Smári jafnaði met­in þegar 15 sek­únd­ur voru til leiks­loka. ÍR reyndu hvað þeir gátu í lok­in til þess að tryggja sér bæði stig­in en tókst ekki.
Mörk ÍBV skoruðu þeir; Agnar Smári Jónsson 10, Theodór Sigurbjörnsson 8, Einar Sverrisson 2, Nökkvi Dan Elliðason 2, Andri Heimir Friðriksson 1, Magnús Stefánsson 1 og Kári Kristján Kristjánsson 1.
Stephen Nielsen varði átján skot í marki ÍBV.