ÍBV tók á móti FH í Olís deild kvenna í dag þar sem ÍBV sigraði 27-21. FH-ingar skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins, Eyjastelpan í marki ÍBV, Dröfn Haraldsdóttir, lék gömlu félaga sína grátt í dag en hún var að verja virkilega vel í dag. FH-ingar urðu svo fyrir áfalli þegar leikmaður þeirra fékk beint rautt spjald eftir brot. Jafnræði var með liðunum allt þar til á tuttugustu mínútu þá náðu Eyjastelpur í fyrsta skipti í leiknum, 8-7, þar var Greta fremst í flokki en hún skoraði fyrstu fimm mörk ÍBV. Mest náðu stelpurnar þriggja marka forskoti á þessum kafla en staðan í hálfleik var 12-10 fyrir ÍBV.
ÍBV náði ekki að halda forskoti sínu í síðari hálfleik en FH-ingar náðu að jafna metin á 39. mínútu, gestirnir komust þá yfir, 14-15, en þá tók Hrafnhildur �?sk Skúlradóttir leikhlé sem skilaði sér virkilega vel. Leikmenn ÍBV skoruðu næstu fjögur mörk og beyttu stöðunni i 18-1, þá hafði þjálfari FH séð nóg og tók leikhlé. FH-ingar náðu þó ekki að ógna forskoti ÍBV það sem eftir lifði leiks og lokatölur 27-21.
Mörk ÍBV skoruðu þær; Greta Kavaliuskaite 11, Telma Amado 6, Ester �?skarsdóttir 3, Vera Lopes 2, Sandra Dís Sigurðardóttir 2, Guðbjörg Guðmannsdóttir 2 og Díana Dögg Magnúsdóttir 1.
Erla Rós Sigmarsdóttir varði 15 skot í marki ÍBV.