Vinnslu­stöðin í Vest­manna­eyj­um áform­ar að byggja nýja upp­sjáv­ar­fisk­vinnslu í Vest­manna­eyj­um en tækja­búnaður nú­ver­andi vinnslu er kom­inn til ára sinna að sögn Sig­ur­geirs Brynj­ars Krist­geirs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Vinnslu­stöðvar­inn­ar.
Kem­ur nýja vinnsl­an til með að auka frystiaf­köst upp­sjáv­ar­fisk­vinnsl­unn­ar og vinnslu­getu Vinnslu­stöðvar­inn­ar. Nýja vinnsl­an verður til að mynda sjálf­virk­ari en sú sem nú stend­ur til að end­ur­nýja.
Í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Sig­ur­geir Brynj­ar stefnt að því að fram­kvæmd­um við nýju vinnsl­una verði lokið um mánaðamót­in júlí/�??ág­úst á þessu ári, en fyr­ir­tækið hef­ur óskað eft­ir til­boðum í frysti­kerfi vinnsl­unn­ar með útboði.
mbl.is greindi frá.